30 maí 2023

Nýir meðlimir gáfu loforð til inngöngu í leikmannareglu Karmels



 Endurbirt færsla af vefsetrinu www.kirkju.net frá 15.01.2022. 

Hafnarfjörður (kirkju.net) - Hinn 11. desember síðastliðinn gáfu sex nýir meðlimir loforð til inngöngu í leikmannareglu Karmels við hátíðlega athöfn í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Á myndinni eru þau frá vinstri Sigurður Stefán Helgason, Guðmundur Már Sigurðsson, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Jónas Sen, Ragnar Geir Brynjólfsson og Ágúst Elvar Almy. Loforðið er hið fyrra af tveimur sem gefa þarf til inngöngu í regluna. 

Regludeildin hérlendis sem ber heitið „Regla Karmels hinnar heilögu Maríu meyjar frá Karmelfjalli“ var formlega stofnuð hinn 13. apríl 2019 í athöfn sem fólst í því að umsækjendurnir veittu viðtöku helgiklæði sem kallast „brúna skapúlarið“ auk þess að fá regluheiti að eigin vali. Hópurinn hafði þá hist reglulega undir leiðsögn systur Agnesar, Karmelnunnu í Hafnarfirði um árabil og naut hann þeirrar leiðsagnar einnig við undirbúning athafnarinnar sem hér er sagt frá. 

Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning

„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki l...