![]() |
Floribert Bwana Chui - mynd: Vatican News |
Á morgun, sunnudaginn 15. júní 2025 verður Kongómaðurinn Floribert Bwana Chui tekinn í tölu blessaðra í basilíkunni St. Paul utan múra í Róm. Hann verður þar með fyrsti blessaði meðlimur Sant’Egidio-samfélagsins, sem hann tilheyrði af trúfesti allt sitt fullorðna líf. Fæðingarbær hans, Goma í Austur-Kongó, fagnar nú með stolti einum af sonum sínum sem stóðst freistingar valds og peninga.
Floribert, sem var menntaður í lögfræði og viðskiptum, starfaði sem tollvörður í Goma. Þar hafnaði hann mútum þegar hann stöðvaði innflutning á skemmdum hrísgrjónum frá Rúanda. Þessi afstaða kostaði hann lífið. Hann var handsamaður, pyntaður og myrtur þann 8. júlí 2007, aðeins 26 ára að aldri. Með því að velja sannleika og heiðarleika fram yfir spillingu varð hann vitni réttlætisins í anda Krists.