Sálmasíða Smáratúns

Sálmasíða Smáratúns

Skannið QR kóðann til að finna þessa síðu á netinu:


Syngjum saman og tökum öll undir í sálmunum

Let's sing together and let our voice be heard 


Lofið vorn Drottin

1 Lofið vorn Drottin,
hinn líknsama föður á hæðum,
lofið hann allir
með söngvum og vegsemdar ræðum,
lofi hann sál,
lofi hann athöfn og mál,
gnótt hann oss veitir af gæðum.


2 Lofið vorn Drottin,
hann leiðir og verndar og styður,
leysir úr nauðum
og heyrir þess andvörp er biður,
byggðir um lands
blessaðar ástgjafir hans
drjúpa sem dögg til vor niður.

Kyrie eleison

::Kyrie, Kyrie elei son::
::Christe, Christe elei son::
::Kyrie, Kyrie elei son::

Alleluia

::Alleluia, alleluia, Alleluia::

Þá fæðu er jörðin góða gefur

Þá fæðu' er jörðin góða gefur,
þau gæði' er höndin vinnur inn.
Það besta' er fæst og fengist hefur,
það færum við þér Drottinn minn. 

Við berum það að þínu borði
með þökk og lofgerð, trú og von,
þú helgar það með þínu orði,
við þiggjum Krist, þinn einkason.

Sem vín í kaleik vatni blandast,
svo verður eining Guðs við mann,
sem fullnast loksins er hann andast
í allri sátt við Skaparann.

Helgur, helgur

Helgur, helgur hljómar þér,
Himna Drottinn vegu alda,
hæstur Guð þér heiður ber,
himnar allir lof þér gjalda.
Helgir syngja Serafar,
sælir tigna Kerúbar.

Agnus Dei

::Guðs lamb, sem ber burt syndir heimsins,
miskunna þú oss::
Guðs lamb, sem ber burt syndir heimsins,
veit þú oss frið. 

I Am The Bread of Life by John Michael Talbot

YouTube Link: https://www.youtube.com/watch?v=Uhk42nq1jwE

[Verse 1]  
I am the bread of life
All who eat this bread      
will never die.
I am  Gods love revealed
I am broken  
that you might be healed 

[Chorus 1]
All who eat of this heavenly  bread
All who drink this cup of the covenant You will    live forever
For I will   raise you up

[Verse 2]  
I am the bread of life
All who eat this bread
will never die   
(Into Solo)     

[Chorus 2]
No one who comes to me
shall hunger again   
No one who believes
shall ever thirst
All that the Father draws
Shall come  to   me, and  I shall  give them rest.

[Verse 3]  
I am the bread of life         
All who eat this bread      
will never die      
I am   Gods love revealed    
I am broken that you might be healed

Oft ég krýp og kalla

Oft ég krýp og kalla,
kem til þín með bæn á vör
Þú ert mitt líf, veglausum vörn,
þín vitja öll þín börn.

Ave Maria, gratia plena. 
Dominus, tecum, benedicta tu.

Óskir mínar allar,
í þinn milda faðm ég legg.
Hugga þú mig, ljá þú mér lið
og lát mig öðlast frið.

Ave Maria, gratia plena. 
Dominus, tecum, benedicta tu.

Oft ég krýp og kalla
Kom þú til mín góða mey,
Bros þú við mér, blíðasta fljóð
og blessa hverja þjóð.

Ave Maria, gratia plena. 
Dominus, tecum, benedicta tu.

Takk fyrir samsönginn

Thank you for singing together 



Hátíð heilagrar Maríu meyjar frá Jasna Góra

Eftirmynd helgimyndarinnar í Jasna Góra sem nú er í kapellu Karmelklaustursins í Hafnarfirði Laugardaginn 26. ágúst síðastliðinn var haldin ...