Sálmasíða Smáratúns

Sálmasíða Smáratúns

Skannið QR kóðann til að finna þessa síðu á netinu:



Syngjum saman- Let's sing together-Zaśpiewajmy razem

Sálmasíða Smáratúns
Skannið QR kóðann til að finna þessa síðu á netinu
       

(Númerin vísa í nýju rauðu sálmabókina. The -numbers refer to the new red hymnal) 

Drottinn, ég er ekki þess verður (La Barca), nr. 114

1       Drottinn, ég er ekki þess verður
að þú komir og vitjir mín.
Minn vilji´  er allur með veikleik gerður
en ég vil þó helst leita til þín.
Viltu segja eitt einasta orð,
að mér leyfist að nálgast þitt borð?
Viltu heita mér, eins og ég er,
að ég fái að búa hjá þér?
Viltu lofa að þú liðsinnir mér?

2       Komum, bæði bræður og systur,
því hann bauð okkur sátt og frið.
Við fótskör hans er hinn aumi fyrstur
og þeim synduga bjóðast þar grið.
Reyrinn brákaða reisir hann við,
raunir sefar og býður þeim lið
sem í villu af veginum fer,
sem án vonar og miskunnar er.
Alla slíka hann vill hafa hjá sér.

Miskunnarbæn, nr. 401

Mynd sem inniheldur t�nlist

Efni búið til af gervigreind getur verið með villum.

 

Alleluia, nr. 419-2

Mynd sem inniheldur l�na

Efni búið til af gervigreind getur verið með villum.

 

Slá þú hjartans hörpustrengi, nr. 180

1 Slá þú hjartans hörpustrengi,

hrær hvern streng sem ómað fær.

Hljómi skært og hljómi lengi

hósíanna nær og fjær.

Hvert þitt innsta æðarslag

ómi' af gleði þennan dag.

Konungurinn konunganna

kemur nú til sinna manna.

 

2 Ríki hans um allar álfur

ómælanda geimsins nær.

Hásætið er himinn sjálfur,

hallarprýði sólin skær,

fótskör hans hin fagra jörð,

fylgdin hans er englahjörð.

Skrúða ljóssins skrýddur er hann,

skíra lífsins krónu ber hann.

 

Heilagur, heilagur (Sanctus) nr. 410
Mynd sem inniheldur t�nlist

Efni búið til af gervigreind getur verið með villum.

 

Ó, þú Guðs lamb, Kristur (Agnus Dei) nr. 403

Mynd sem inniheldur t�nlist

Efni búið til af gervigreind getur verið með villum.

 

Sálmur eftir altarisgöngu (á ensku)
Blest Are You Lord God Of All Creation

[Verse 1]

Blest are you, Lord, God of all creation,

Thanks to your goodness this bread we offer.

Fruit of the earth, work of our hands,

It will be come the bread of life.

 

[Refrain]

Blessed be God, Blessed be God.

Blessed be God, forever! Amen.

Blessed be God, Blessed be God.

Blessed be God, forever! Amen.

 

[Verse 2]

Blest are you, Lord, God of all creation,

Thanks to your goodness this wine we offer.

Fruit of the earth, work of our hands,

It will become the cup of life.

 

[Refrain]

 

 

Þú mikli Guð, nr. 199

1 Þú, mikli Guð, ert með oss á jörðu,

miskunn þín nær en geisli á kinn.

Eins og vér finnum andvara morguns,

eins skynjar hjartað kærleik þinn.

 

2 Í dagsins iðu, götunnar glaumi,

greinum vér þig með ljós þitt og frið.

Hvar sem ein bæn er beðin í hljóði

beygir þú kné við mannsins hlið.

 

3 Hvar sem er unnið hugur þinn starfar,

hús vor og tæki eru þín verk.

Þú vilt vér teljum vort það sem gefur

viskan þín rík og höndin sterk.

 

4 Djúp er þín lind sem lífgar og nærir,

lófinn þinn stór, vort eilífa hlé.

Gjör þú oss, Kristur, Guðs sonur góði,

greinar á þínu lífsins tré.


Takk fyrir samsönginn
Thank you for singing together 
Dziękuję za melodię


Heilagir Tímóteus og Títus – hirðar sem tóku við kyndlinum - minning 26. janúar

Heilagir Tímóteus og Títus Umhverfis Pál postula stóð ekki aðeins fjöldi nafnlausra fylgjenda heldur menn sem urðu burðarstoðir hinnar ungu ...