Sálmasíða Smáratúns

Sálmasíða Smáratúns

Skannið QR kóðann til að finna þessa síðu á netinu:



Syngjum saman- Let's sing together-Zaśpiewajmy razem

Númerin vísa í nýju rauðu sálmabókina. 

Hreinsa hjarta mitt nr. 143

Hreinsa hjarta mitt svo það verði þitt. Hreinsa líf mitt nú, verði ég sem þú. 

Því þú ert skaparinn, ég er leirinn þinn. Líkna mér, lækna mig, þess, Guð bið ég þig. 

Hreinsa hjarta mitt svo það verði þitt. Hreinsa líf mitt nú, verði ég sem þú.


Kyrie nr. 398

:,:Kyrie, kyrie, ele ison:,:

:,:Christe, Christe, ele ison:,:

:,:Kyrie, kyrie, ele ison:,:


Guðspjallsvers á föstu 

:,:Lofum Drottin Jesú, lofum Drottin Jesú, vér lofum þig:,:

Vers

Lofum Drottin Jesú, lofum Drottin Jesú, vér lofum þig.


Ég kveiki á kertum mínum nr. 53

1       Ég kveiki á kertum mínum

við krossins helga tré.

Í öllum sálmum sínum

hinn seki beygir kné.

Ég villtist oft af vegi.

Ég vakti oft og bað.

Nú hallar helgum degi

á Hausaskeljastað.

2       Í gegnum móðu' og mistur

ég mikil undur sé.

Ég sé þig koma, Kristur,

með krossins þunga tré.

Af enni daggir drjúpa,

og dýrð úr augum skín.

Á klettinn vil ég krjúpa

og kyssa sporin þín.


Sanctus, nr. 385

Sanctus, Sanctus,

Sanctus Dominus Deus Sabaoth.

Pleni sunt caeli et terra gloria tua.  Hosanna in excelsis.

Benedictus, qui venit

in nomine Domini.

Hosanna in excelsis.


Agnus Dei, nr. 386

:,: Agnus Dei,

qui tollis peccata mundi:

miserere nobis :,:

Agnus Dei,

qui tollis peccata mundi:

dona nobis pacem.


Faðir andanna nr. 132

1       Faðir andanna,

frelsi landanna,

ljós í lýðanna stríði,

send oss þitt frelsi,

synda slít helsi,

líkna stríðanda lýði.


2       Lýstu heimana,

lífga geimana,

þerrðu tregenda tárin.

Leys oss frá illu,

leið oss úr villu,

lækna lifenda sárin.

Eftir altarisgöngu


Sálmur á ensku: The Old Rugged Cross

[Verse 1]

On a hill far away stood an old rugged cross

The emblem of suffering and shame

And I love that old cross where the dearest and best

For a world of lost sinners was slain

 

[Chorus]

So I'll cherish the old rugged cross

Till my trophies at last I lay down

I will cling to the old rugged cross

And exchange it some day for a crown


[Verse 2]

To the old rugged cross I will ever be true

Its shame and reproach gladly bear

Then he'll call me some day to my home far away

Where his glory forever I'll share


[Chorus 2]

And I'll cherish the old rugged cross

Till my trophies at last I lay down

I will cling to the old rugged cross

And exchange it some day for a crown

I will cling to the old rugged cross

And exchange it some day for a crown


Máríuvers Páll Ísólfsson/Davíð Stefánsson

;,;Máríá mild og há móðir Guðs á jörð, 

helga þér viljum vér vora þakkargjörð ;,;

Yl og trú andar þú

um hinn kalda svörð. 

Máríá mild og há móðir Guðs á jörð. 

Máríá mild og há

(3x) móðir Guðs á jörð



Takk fyrir samsönginn
Thank you for singing together 
Dziękuję za melodię


„Ég hef þráð að eta þessa páskamáltíð með ykkur áður en ég líð“

Hugleiðing um guðspjall Pálmasunnudags (Lúk 22,14–23,56) Inngangur Þegar við stígum inn í frásögnina af þjáningu Drottins Jesú Krists, eins ...

Mest lesið