23 júlí 2023

„Drottni þekkur ilmur“

Systir Agnes í Karmelklaustrinu kom fram í útvarpsþætti á Rás 1 sem fluttur var 22. júlí sl. Þar var hún spurð um hlutverk lyktar í Kaþólsku kirkjunni og hvernig trú og lykt tengist. Þar er m.a. minnst á á ilm af reykelsi og af helgum dómum.  Þátturinn er aðgengilegur á hlaðvarpi Rúv til 22. júlí 2024. Viðtalið við systur Agnesi hefst þegar 3 mínútur og 10 sekúndur eru liðnar af þættinum, hægt er að smella á eftirfarandi tengil til að finna þáttinn: 

https://www.ruv.is/utvarp/spila/thefvarpid/34099/a5661k


13 júlí 2023

Brúna skapúlarið

Hátíðarskapúlar unnið af Karmelnunnum í Hafnarfirði

Kæru bræður og systur í Kristi,

Þar sem ég hef nú notið þeirra sérstöku forréttinda að bera um háls mér táknmynd Maríu um sérstaka móðurást og vernd hennar, eða svonefnt skapúlar í hartnær 30 ár, þá fór systir Agnes þess á leit við mig að ég miðlaði eilítið af mínum eigin forsendum fyrir þeirri trúfestu sem auðsýnd er Maríu Mey með því að bera herklæði hennar. En fyrst langar mig til að rifja aðeins upp forsögu Karmelreglunnar og skapúlarsins, hvernig það er til komið og um leið að skyggnast eilítið inn í táknrænt gildi skapúlarsins.

Eins og fram kom í grein sem birtist í Kirkjublaðinu í vetur, þá á Karmelreglan rætur sínar að rekja til einsetumanna, sem höfðu búsetu á Karmelfjalli á 13. öld, þar sem þeir byggðu sér snemma kapellu til heiðurs Himnadrottningarinnar, Maríu Meyjar, sem þeir voru reyndar einnig kenndir við. (The Brothers of Our Lady of Mount Karmel) Þar að auki helguðu þeir sérstakri messu Maríu. Nokkrum árum eftir að Karmelreglan var rituð í kringum 1209 brutust miklar óeirðir út í Palestínu og jafnframt ofsóknir gegn Karmel einsetumönnum. Þeir flýðu því til Evrópu þar sem þeim var ekki beinlínis tekið opnum örmum af öðrum reglum sem fyrir voru.

Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning

„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki l...