Regludeildin hérlendis var formlega stofnuð 13. apríl 2019. Við stofnunina fengu umsækjendur reglubúning og helgiklæðið „brúna skapúlarið“ ásamt því að velja sér regluheiti. Hópurinn hafði þá hist reglulega um árabil undir leiðsögn systur Agnesar, Karmelnunnu í Hafnarfirði.
29 október 2024
Meðlimir leikmannareglu Karmels gefa lokaloforð
Laugardaginn 26. október síðastliðinn gáfu fjórir meðlimir Leikmannareglu Karmels lokaloforð sitt í hátíðlegri messu í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Þetta voru þau Ágúst Elvar Almy, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Jónas Sen og Ragnar Geir Brynjólfsson. Davíð biskup Tencer leiddi athöfnina. Loforð til inngöngu í leikmannaregluna eru tvö, það fyrra var gefið 12. desember 2021.
Skírn Drottins – Upphaf nýrra tíma í sögunni
Skírn Drottins í ánni Jórdan markar mikilvægan áfanga í lífi Jesú Krists og sögu kristinnar trúar. Þessi atburður, þegar Jesús lætur skírast...
-
Í dag 4. desember heiðar Kaþólska kirkjan heilagan Jóhannes af Damaskus. Hann var einn mesti guðfræðingur og rithöfundur síns tíma. Hann fæd...
-
Þrenning, sem ég dýrka Ó Guð minn, Þrenning sem ég dýrka, hjálpaðu mér að hverfa algjörlega inn í mig sjálfa og festa mig í Þér, kyrr og ról...
-
Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. Á Þorláksmessu 20. júlí ...