Á íslensku þýðir orðið „leikmenn“ (e. layman) óvígða karla og konur. Loforð Leikmannareglunnar er ekki klausturheiti eða vígsla í sama skilningi og klausturheiti eða prestvígsla, þótt það sé af sama andlega meiði. Hið ytra líf meðlima leikmannareglunnar er því svipað og hjá almenningi; þeir geta stofnað og átt fjölskyldu. Regluloforðið felur í sér að umsækjandinn lofar að stefna að ævilangri evangelískri fullkomnun í anda dyggðanna skírlífis, fátæktar og hlýðni, ásamt því að lifa í anda Sæluboða Jesú Krists.
Meðlimirnir leitast við að biðja tíðabænir; morguntíð (laudes), síðdegistíð (vesper) og kvöldtíð (completorium), og leita innri þagnar í daglegri íhugun. Þau hittast einu sinni í mánuði í Karmelklaustrinu, biðja tíðabænir og samlesa rit af andlegum toga. Allir eru velkomnir að taka þátt í þessum fundum. Þau sem hafa áhuga á að fræðast meira um Leikmannaregluna geta haft samband við undirritaðan.
Ragnar Geir Brynjólfsson: kirkjunet.blogspot.com. 29.10.2024