Sýnir færslur með efnisorðinu Endurbirtar færslur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Endurbirtar færslur. Sýna allar færslur

13 júlí 2023

Brúna skapúlarið

Hátíðarskapúlar unnið af Karmelnunnum í Hafnarfirði

Kæru bræður og systur í Kristi,

Þar sem ég hef nú notið þeirra sérstöku forréttinda að bera um háls mér táknmynd Maríu um sérstaka móðurást og vernd hennar, eða svonefnt skapúlar í hartnær 30 ár, þá fór systir Agnes þess á leit við mig að ég miðlaði eilítið af mínum eigin forsendum fyrir þeirri trúfestu sem auðsýnd er Maríu Mey með því að bera herklæði hennar. En fyrst langar mig til að rifja aðeins upp forsögu Karmelreglunnar og skapúlarsins, hvernig það er til komið og um leið að skyggnast eilítið inn í táknrænt gildi skapúlarsins.

Eins og fram kom í grein sem birtist í Kirkjublaðinu í vetur, þá á Karmelreglan rætur sínar að rekja til einsetumanna, sem höfðu búsetu á Karmelfjalli á 13. öld, þar sem þeir byggðu sér snemma kapellu til heiðurs Himnadrottningarinnar, Maríu Meyjar, sem þeir voru reyndar einnig kenndir við. (The Brothers of Our Lady of Mount Karmel) Þar að auki helguðu þeir sérstakri messu Maríu. Nokkrum árum eftir að Karmelreglan var rituð í kringum 1209 brutust miklar óeirðir út í Palestínu og jafnframt ofsóknir gegn Karmel einsetumönnum. Þeir flýðu því til Evrópu þar sem þeim var ekki beinlínis tekið opnum örmum af öðrum reglum sem fyrir voru.

30 maí 2023

Nýir meðlimir gáfu loforð til inngöngu í leikmannareglu Karmels



 Endurbirt færsla af vefsetrinu www.kirkju.net frá 15.01.2022. 

Hafnarfjörður (kirkju.net) - Hinn 11. desember síðastliðinn gáfu sex nýir meðlimir loforð til inngöngu í leikmannareglu Karmels við hátíðlega athöfn í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Á myndinni eru þau frá vinstri Sigurður Stefán Helgason, Guðmundur Már Sigurðsson, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Jónas Sen, Ragnar Geir Brynjólfsson og Ágúst Elvar Almy. Loforðið er hið fyrra af tveimur sem gefa þarf til inngöngu í regluna. 

Regludeildin hérlendis sem ber heitið „Regla Karmels hinnar heilögu Maríu meyjar frá Karmelfjalli“ var formlega stofnuð hinn 13. apríl 2019 í athöfn sem fólst í því að umsækjendurnir veittu viðtöku helgiklæði sem kallast „brúna skapúlarið“ auk þess að fá regluheiti að eigin vali. Hópurinn hafði þá hist reglulega undir leiðsögn systur Agnesar, Karmelnunnu í Hafnarfirði um árabil og naut hann þeirrar leiðsagnar einnig við undirbúning athafnarinnar sem hér er sagt frá. 

Heilög Teresa af Jesú – Hjartasár kærleikans - minning 29. ágúst

Engill Guðs lýstur kærleikseldi í hjarta heilagrar Teresu af Jesú Á hverju ári hinn 29. ágúst minnist Karmelreglan þess dularfulla atburðar ...