13 febrúar 2024

„Guð er ekki þreyttur á okkur“

Frá Skagafirði. Ljósmynd: Pexels

Á morgun öskudag hefst fastan. Frans páfi segir m.a. í föstuboðskap sínum: 

„Guð er ekki orðinn þreyttur á okkur. Við skulum fagna föstunni sem hinni miklu hátíð þegar hann minnir okkur á að „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu“ (2M 20:2). Fastan er tími umbreytinga, tími frelsis. Jesús sjálfur, eins og við minnumst á hverju ári fyrsta sunnudag á föstutíma, var hrakinn út í eyðimörkina af Andanum til þess að freistast í frelsi. Í fjörutíu daga mun hann standa frammi fyrir okkur og með okkur: Sonurinn sem varð hold. Ólíkt faraó vill Guð ekki þegna, heldur syni og dætur. Eyðimörkin er staður þar sem frelsi okkar getur þroskast í persónulegri ákvörðun um að falla ekki aftur í þrældóm. Í föstunni finnum við ný viðmið réttlætis og samfélags sem við getum fylgt eftir braut sem hefur ekki enn verið fetuð.

16. júlí Hl. Guðsmóðir frá Karmelfjalli

Heilög ritning rómar fegurð Karmelfjalls þar sem spámaðurinn Elía varði hreinleika trúar Ísraels á hinn lifanda Guð. Á 12. öld fóru einsetum...