13 febrúar 2024

„Guð er ekki þreyttur á okkur“

Frá Skagafirði. Ljósmynd: Pexels

Á morgun öskudag hefst fastan. Frans páfi segir m.a. í föstuboðskap sínum: 

„Guð er ekki orðinn þreyttur á okkur. Við skulum fagna föstunni sem hinni miklu hátíð þegar hann minnir okkur á að „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu“ (2M 20:2). Fastan er tími umbreytinga, tími frelsis. Jesús sjálfur, eins og við minnumst á hverju ári fyrsta sunnudag á föstutíma, var hrakinn út í eyðimörkina af Andanum til þess að freistast í frelsi. Í fjörutíu daga mun hann standa frammi fyrir okkur og með okkur: Sonurinn sem varð hold. Ólíkt faraó vill Guð ekki þegna, heldur syni og dætur. Eyðimörkin er staður þar sem frelsi okkar getur þroskast í persónulegri ákvörðun um að falla ekki aftur í þrældóm. Í föstunni finnum við ný viðmið réttlætis og samfélags sem við getum fylgt eftir braut sem hefur ekki enn verið fetuð.

Þetta hefur hins vegar á í för með sér baráttu, eins og önnur Mósebók og freistingar Jesús í eyðimörkinni gera okkur ljóst. Rödd Guðs sem segir: „Þú ert sonur minn, hinn elskaði“ (Mk 1:11), og „Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig“ (2M 20:3), stendur andspænis óvininum og lygum hans. Það sem ber að óttast meira en faraó eru átrúna[ða]rgoðin sem við berum fram; við getum litið á þau sem okkar innri rödd. Að vera almáttug, fyrirmynd sem allir líta upp til, að drottna yfir öðrum: sérhver mannvera er meðvituð um hversu djúpstæð og freistandi þessi lygi getur verið. Það eru vel þekkt sannindi. Við getum orðið háð gildum eins og peningum, ákveðnum verkefnum, hugmyndum eða markmiðum, stöðu okkar, hefðum, jafnvel ákveðnum einstaklingum. Og í stað þess að hjálpa okkur að ná lengra, hefta þau  okkur. Í stað þess að færa okkur nær hvert öðru, sundra þau okkur. Samt er hér líka nýtt mannkyn, hinir smáu og auðmjúku sem hafa ekki látið undan töfrum lygarinnar. En þau sem þjóna átrúnaðargoðum verða eins og þau, mállaus, blind, heyrnarlaus og óhreyfanleg (Sl 115, 5), hinir fátæku í anda eru opnir og reiðubúnir: þeir eru þögult afl hins góða sem læknar og viðheldur heiminum.“


Sjá nánar um föstuboðskap páfa hér: https://catholica.is/fostubodskapur-frans-pafa-2024/
Sjá nánari skýringar á föstu hér: https://catholica.is/oskudagur-14-februar-2024/

Hl. Jóhannes af Damaskus – Prestur, munkur og kirkjufræðari

Í dag 4. desember heiðar Kaþólska kirkjan heilagan Jóhannes af Damaskus. Hann var einn mesti guðfræðingur og rithöfundur síns tíma. Hann fæd...