04 janúar 2024

Fundir leikmannareglunnar


Komið sæl og gleðilegt ár!

Meðlimir Leikmannareglu Karmels hittast einu sinni í mánuði í Karmelklaustrinu, biðja tíðabænir og lesa kristin trúarrit. Þessar samkomur eru opnar fólki utan reglunnar sem áhugasamt er um andleg málefni, tíðabænir eða kristna íhugunarbæn og er kaþólsk trú ekki skilyrði fyrir þátttöku. Uppl. gefur Ragnar í síma 896 5768 eða í tölvupósti: ragnargeir@hotmail.com. Á myndinni eru frá vinstri: Hildur Sigurbjörnsdóttir, Jónas Sen, Ragnar Geir Brynjólfsson og Ágúst Elvar Almy.

Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning

„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki l...