09 ágúst 2024
Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning
„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki lauk, leitaði hún sannleikans og fann hann í sjálfsævisögu heilagrar Teresu frá Avila. Edith Stein snerist til kaþólskrar trúar og árið 1922 var hún skírð inn í kaþólsku Kirkjuna. Árið 1933 gekk hún í Karmelklaustrið í Köln þar sem hún tók sér nafnið Teresa Benedikta af Krossinum. Teresa Benedikta lét lífið í fangabúðunum í Auschwitz 9. ágúst árið 1942. Þetta gerðist á ofsóknartímum Nasista og Teresa dó sem píslarvottur fyrir kristna trú sína, ef[t]ir að hafa fórnað sér fyrir Ísraelsmenn.
08 ágúst 2024
Leikmannafélag hl. Þorláks stofnað
Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. |
Á Þorláksmessu 20. júlí síðastliðinn gaf Davíð biskup út bráðabirgðareglur um stofnun Leikmannafélags heilags Þorláks. Tilgangur félagsins er efling kristilegs lífs í þjóðfélaginu í samræmi við guðslög og lög kirkjunnar með hliðsjón af heilögu lífi og fordæmi heilags Þorláks Þórhallssonar (1133-1193), sjötta Skálholtsbiskups og verndardýrling Íslands.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hl. Aloisíus Gonzaga reglubróðir - minning 21. júní
Hl. Aloisíus Gonzaga - mynd: ChatGPT „Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis hans.“ (Mt 6,33) Í dag minnumst við heilags Aloisíusar Gonzaga (1...