28 ágúst 2023

Hátíð heilagrar Maríu meyjar frá Jasna Góra

Eftirmynd helgimyndarinnar í Jasna Góra sem nú er í kapellu Karmelklaustursins í Hafnarfirði

Laugardaginn 26. ágúst síðastliðinn var haldin í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði hátíð verndardýrlings klaustursins; heilagrar Maríu meyjar frá Jasna Góra. Jasna Góra (Bjartafjall) er klaustur staðsett skammt frá bænum Częstochowa í Póllandi, rúmlega 200 þúsund manna borgar í suðurfjöllum Póllands. 

Í klaustrinu í Jasna Góra er íkon (helgimynd) heilagrar Maríu meyjar sem nýtur mikillar virðingar. Fjöldi fólks fer í pílagrímsferðir til klaustursins til að biðjast fyrir, jafnvel á árum síðari heimsstyrjaldar þegar öll ferðalög voru hættuleg fór fólk í einkaferðir til Jasna Góra. 

Klaustrið var stofnað árið 1382 og skv. helgisögn kom íkonið þangað tveim árum síðar. Helgisögn hermir að hl. Lúkas guðspjallamaður hafi málað myndina á borðplötu úr heimili hinnar Heilögu Fjölskyldu. Í óeiginlegri merkingu má a.m.k. segja að hl. Lúkas Guðspjallamaður hafi dregið upp skýra mynd af Maríu mey í guðspjalli sínu. 

16. júlí Hl. Guðsmóðir frá Karmelfjalli

Heilög ritning rómar fegurð Karmelfjalls þar sem spámaðurinn Elía varði hreinleika trúar Ísraels á hinn lifanda Guð. Á 12. öld fóru einsetum...