09 ágúst 2024

Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning


„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki lauk, leitaði hún sannleikans og fann hann í sjálfsævisögu heilagrar Teresu frá Avila. Edith Stein snerist til kaþólskrar trúar og árið 1922 var hún skírð inn í kaþólsku Kirkjuna. Árið 1933 gekk hún í Karmelklaustrið í Köln þar sem hún tók sér nafnið Teresa Benedikta af Krossinum. Teresa Benedikta lét lífið í fangabúðunum í Auschwitz 9. ágúst árið 1942. Þetta gerðist á ofsóknartímum Nasista og Teresa dó sem píslarvottur fyrir kristna trú sína, ef[t]ir að hafa fórnað sér fyrir Ísraelsmenn. 

Teresa Benedikta var gædd óvenjulegum skilnings- og námsgáfum, og hún lét eftir sig mikil skrif, sem voru eftirtektarverð fyrir kennimannlega auðlegð og djúpa andlega þekkingu og reynslu. Jóhannes Páll II páfi hækkaði stöðu hennar með postullegu bréfi, Verndardýrlingar Evrópu, og frá 1. október 1999 lýsti hana ásamt með heilagri Katarínu frá Siena og heilagri Birgittu að verndardýrlingi Evrópu.“ [1] 

Hún skrifaði: „Kristur lagði á sig ok lögmálsins, uppfyllti boð lögmálsins og dó fyrir lögmálið og vegna lögmálsins. Með þessu leysti hann þá sem þrá að fá líf í gegnum hann; en þeir geta ekki þegið það líf nema þeir sjálfir bjóði sitt eigið líf. Því að „hver sem er skírður til Krists Jesú, er skírður til dauða hans“. Þeir eru djúpt sokknir í líf hans svo að þeir verða eins og limir á líkama hans og þjást með honum og deyja eins og limir hans. Þetta líf mun koma í fullri gnægð á degi dýrðarinnar; en jafnvel nú, enn í holdinu, getum við verið hluti af því ef við trúum: Ef við trúum að Kristur hafi dáið fyrir okkur til að veita okkur líf. Með þeirri trú erum við sameinuð honum eins og líkaminn er sameinaður höfðinu; sú trú opnar okkur uppsprettur lífs hans.“ [2] 

Hl. Jóhannes af Damaskus – Prestur, munkur og kirkjufræðari

Í dag 4. desember heiðar Kaþólska kirkjan heilagan Jóhannes af Damaskus. Hann var einn mesti guðfræðingur og rithöfundur síns tíma. Hann fæd...