Heilög ritning rómar fegurð Karmelfjalls þar sem spámaðurinn Elía varði hreinleika trúar Ísraels á hinn lifanda Guð. Á 12. öld fóru einsetumenn að draga sig í hlé á fjallinu og settu síðar á stofn reglu sem fólst í djúpu íhugunarlífi undir vernd Maríu, alsællar Guðsmóður. Þar hóf Karmelítareglan formlega starf sitt. Á 14. öld yfirgaf reglan Landið Helga og skaut rótum á meginlandi Evrópu. Eftir að María mey birtist Karmelmunkinum Símoni Stock á Englandi 16. júlí árið 1251 var farið að minnast Maríu Guðsmóður frá Karmelfjalli með hátíðlegum hætti á þessum degi. Hátíðin öðlaðist sess sem aðalhátíð reglunnar við upphaf 17. aldar.
Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning
„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki l...
-
Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. Á Þorláksmessu 20. júlí ...
-
Á hátíð heilags Jósefs, þriðjudaginn 19. mars næstkomandi eru 40 ár liðin frá því að núverandi Karmelnunnur komu til Íslands. Áður höfðu h...
-
Heilög ritning rómar fegurð Karmelfjalls þar sem spámaðurinn Elía varði hreinleika trúar Ísraels á hinn lifanda Guð. Á 12. öld fóru einsetum...