16 júlí 2024

16. júlí Hl. Guðsmóðir frá Karmelfjalli

Heilög ritning rómar fegurð Karmelfjalls þar sem spámaðurinn Elía varði hreinleika trúar Ísraels á hinn lifanda Guð. Á 12. öld fóru einsetumenn að draga sig í hlé á fjallinu og settu síðar á stofn reglu sem fólst í djúpu íhugunarlífi undir vernd Maríu, alsællar Guðsmóður. Þar hóf Karmelítareglan formlega starf sitt. Á 14. öld yfirgaf reglan Landið Helga og skaut rótum á meginlandi Evrópu. Eftir að María mey birtist Karmelmunkinum Símoni Stock á Englandi 16. júlí árið 1251 var farið að minnast Maríu Guðsmóður frá Karmelfjalli með hátíðlegum hætti á þessum degi. Hátíðin öðlaðist sess sem aðalhátíð reglunnar við upphaf 17. aldar. 

Af þessu tilefni heldur Karmelítareglan á Íslandi sérstaklega upp á 16. júlí. Eftirfarandi myndir voru teknar við hátíðahöld dagsins í Karmelklaustrinu. 










Hl. Jóhannes af Damaskus – Prestur, munkur og kirkjufræðari

Í dag 4. desember heiðar Kaþólska kirkjan heilagan Jóhannes af Damaskus. Hann var einn mesti guðfræðingur og rithöfundur síns tíma. Hann fæd...