13 mars 2024

40 ár síðan Karmelnunnur komu að nýju til Íslands

 


Á hátíð heilags Jósefs, þriðjudaginn 19. mars næstkomandi eru 40 ár liðin frá því að núverandi Karmelnunnur komu til Íslands. Áður höfðu hollenskar nunnur dvalið í klaustrinu frá 1946 til 1983. Í sögu klaustursins sem birt er á heimasíðu þess kemur eftirfarandi fram:  

„19. mars 1984 rann svo stóra stundin upp. 16 nunnur héldu til Íslands frá Póllandi. Þær yfirgáfu heimaland sitt til að biðja fyrir Íslendingum í nýju og framandi landi í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Í ágúst þetta sama ár gladdi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti lýðveldisins nunnurnar með komu heimsókn sinni í klaustrið og bauð þær velkomnar til Íslands.“

Í tilefni af þessum tímamótum bjóða systurnar til heilagrar þakkargjörðarmessu í kapellunni að Ölduslóð 37 í Hafnarfirði. Messan hefst kl. 8.00 þriðjudaginn 19. mars. 

Föstudagurinn langi - samstöðudagur með einmana, syrgjendum og þjáðum

Þakkir: pexels.com Sum okkar sniðganga Föstudaginn langa með einum eða öðrum hætti og hyggja fremur að þeim skemmtunum sem í boði eru á þess...