08 nóvember 2024

Bæn heilagrar Elísabetar af Þrenningunni

Þrenning, sem ég dýrka

Ó Guð minn, Þrenning sem ég dýrka, hjálpaðu mér að hverfa algjörlega inn í mig sjálfa og festa mig í Þér, kyrr og róleg, eins og sál mín væri þegar í eilífðinni. Leyfðu engu að trufla frið minn eða færa mig burt frá Þér, ó þú Óbreytanlegi, heldur gefðu að hvert augnablik sökkvi mér dýpra og dýpra inn í leyndardóm Þinn.

Róaðu sál mína, gerðu hana að himni Þínum, ástkærum dvalarstað Þínum, hvíldarstað Þínum. Megi ég aldrei skilja við Þig, heldur vera þar öll, fullvöknuð í trú minni, öll í dýrkun, fullkomlega gefin sköpunarverki Þínu.

Ó kærasti Kristur minn, krossfestur af ást, ég vil vera brúður Hjarta Þíns, ég vil hylja Þig dýrð, ég vil elska Þig til æviloka. En ég finn vanmátt minn og bið Þig að „klæða mig með Þér“, að samsama sál mína öllum hreyfingum sálar Þinnar, að sökkva mér, að yfirbuga mig, að skipta Þér inn fyrir mig, svo líf mitt verði aðeins útgeislun lífs Þíns. Kom inn í mig sem tilbiðjandi, sem græðari og sem frelsari.

Ó eilífa Orð, Orð Guðs míns, ég vil verja lífi mínu í að hlusta á Þig, ég vil gera mig fullkomlega móttækilega til að læra allt af Þér. Þá, í gegnum allar nætur, öll tóm, allan vanmátt, vil ég alltaf horfa á Þig og vera undir hinni miklu birtu Þinni. Ó ástkæra Stjarna mín, heillaðu mig svo ég yfirgefi aldrei útgeislun Þína.

Eyðandi eldur, Andi kærleikans, „stíg niður í mig“, svo að í sál minni verðir þú sem holdtekja Orðsins og að ég megi vera Guði sú mennska þar sem Hann endurnýjar allan leyndardóm sinn.

Og þú, ó Faðir, líttu yfir litlu, fábrotnu sköpunina þína, „hyldu hana með skugga þínum“ og sjáðu í henni aðeins „Hinn elskaða, sem Þú hefur fundið alla ánægju þína í.“

Ó Þrenning mín, allt mitt, sæla mín, óendanlega einvera, ómælisvíðátta þar sem ég týnist, ég fórna mér Þér. Hyldu mig í Þér svo ég megi hylja Þig í mér, á meðan ég bíð eftir að fara og hugleiða í ljósi Þínu  ómælisvíðáttu dýrðar Þinnar. 


Tenglar: 

https://www.catholicnewsagency.com/news/33532/who-was-elizabeth-of-the-trinity-the-story-behind-a-new-saint

https://beginningtopray.blogspot.com/2016/03/some-notes-about-elisabeth-of-trinity.html

https://beginningtopray.blogspot.com/2013/11/as-if-already-in-eternity-wisdom-of.html

https://beginningtopray.blogspot.com/2012/01/elisabeth-of-trinity-heaven-in-faith.html

https://elisabeth-dijon.org/en/

Hl. Jóhannes af Damaskus – Prestur, munkur og kirkjufræðari

Í dag 4. desember heiðar Kaþólska kirkjan heilagan Jóhannes af Damaskus. Hann var einn mesti guðfræðingur og rithöfundur síns tíma. Hann fæd...