08 nóvember 2024

Nokkrir merkisdagar Karmel í nóvember

Dagar nóvembermánaðar eru margir hverjir helgir minningardagar sem tengjast Karmelreglunni á einn eða annan hátt. 

1. nóvember er Allra heilagra messa.
2. nóvember er Allra sálna messa.
6. nóvember er minning bl. Jósefu Naval Girbes meyjar, sem bæði var þriðju reglu Karmelíti og tengdist einnig reglu hl. Vinsents af Pál. 
7. nóvember er dánardagur Jóns Arasonar Hólabiskups en þá er einnig minning bl. Frans Palau y Quer prests.
8. nóvember er minning hl. Elísabetar af Þrenningunni Karmelnunnu. Hér er bæn hennar "Þrenning sem ég dýrka" auk tengla. 
14. nóvember er Allra heilagra messa Karmelreglunnar.
15. nóvember er Allra sálna messa Karmelreglunnar.
20. nóvember er minning hl. Rafaels Kalinowski prests.
21. nóvember er Offurgerð sællar Maríu meyjar, minning. Þá er hátíð hjá Karmelsystrum af hinu Guðlega Hjarta Jesú. 

Föstudagurinn langi – „Haf þú í minni Jesum þann krossfesta“

Statio – Inngangsbæn „Kom þú, sem hvílir sálina, gestur sem gleður hjartað. Kom og tak frá mér allt mitt eigið,  og fyll mig af öllu sem er ...

Mest lesið