27 janúar 2026

Eysteinn Erlendsson (um 1120-1188) - minning 26. janúar

Eysteinn erkibiskup og síldveiði

 
Eysteinn erkibiskup ritar píslarsögu heilags Ólafs

Endurbirtur pistill frá 30.7.2009 eftir Sigurð Ragnarsson. Pistillinn birtist áður á vefsetrinu Helgisetur.

Heilagur Eysteinn erki­bisk­up í Nið­ar­ósi dó 26. jan­úar, sem er messu­dag­ur hans. Vatikan­ið hef­ur ekki form­lega tek­ið hann í tölu dýr­linga en þó stað­fest haust­ið 2002, að Ey­steins­messa skuli telj­ast há­tíð­is­dag­ur í Þránd­heims­stifti og auk held­ur megi minn­ast henn­ar bæði í Osló­arbiskupsdæmi og Tromsø­stifti (dagurinn einnig skráður hjá kaþólsku kirkjunni á Íslandi og erkibiskupsins enn að góðu getið hjá kanúkum í mörgum löndum). Á vef kaþólsku kirkj­unn­ar í Nor­egi er Ey­steinn tal­inn með dýr­ling­um, en ekki hafa hon­um í seinni tíð ver­ið helg­að­ar kirkj­ur. Hins veg­ar ber kaþólsk­ur grunn­skóli í Bodø nafn hans og dag­vist­ar­heim­ili í Le­vanger.



Á biskupafundi í Niðarósi 1229 var Ey­steinn ein­um rómi lýst­ur helg­ur mað­ur, og síð­an voru bein hans skrín­lögð. Til stóð að leita stað­fest­ing­ar í Róm, sem gerð­ist ekki fyrr en 1241. Sama ár skip­aði páfi nefnd þriggja norskra preláta til að svara spurn­ing­um sín­um um erki­bisk­up­inn sál­uga. En svör komu ekki, svo að ný nefnd var skip­uð 1246, síð­an sú þriðja 1251, þá sú fjórða 1255 og loks sú fimmta 1268. Páf­ana vant­aði sem sagt ekki áhuga á Ey­steini, en nefnda­störf ónýtt­ust af ýms­um ástœð­um, menn til dœm­is dóu, héldu sig ekki við efn­ið í svar­bréf­um eða reynd­ust van­hœf­ir. Svo lá þetta í lág­inni um sinn, og sið­skipti urðu ekki til að flýta nið­ur­stöðu.

Jón Birgisson var fyrsti erkibisk­up í Nið­ar­ósi. Hann dó 1157. Ey­steinn var val­inn eft­ir­mað­ur hans, og virð­ist Ingi kon­ung­ur hafa ráð­ið mestu um það. Bisk­ups­efn­ið hafði ver­ið kapellán og fé­hirð­ir kon­ungs og sókn­ar­prest­ur í Kon­unga­hellu. Hann fór í vígslu­för 1159 og dvald­ist þá um skeið í Viktors­klaustr­inu í París [hafði vís­ast lært þar og ef til vill einnig í Lin­coln], en þáði vígslu og pall­íum hjá Alex­and­er III. páfa síðla árs 1160. Ey­steinn sat síð­an að stóli sín­um til ævi­loka, nema ár­in 1180-1183 var hann í út­legð í Eng­landi, því að Sverr­ir var að berj­ast til valda en bisk­up hafði stutt Erling skakka og Magn­ús kon­ung í deil­um þeirra. Ey­steinn er í mörg­um heim­ild­um nefnd­ur August­in­us en á nú­tíð­ar norsku Øy­stein.

Eysteinn efldi mjög klaustur í Nor­egi, reisti og full­komn­aði kirkj­ur, beitti sér fyr­ir ein­lífi presta og hélt fram öll­um rétt­ind­um heil­agr­ar kirkju, fram­an af með ágæt­um árangri. Hann lét semja kirkju­laga­bók, sem kall­að­ist Gull­fjöð­ur og er týnd. Hann gerði einn­ig upp­kast að kirkju­lög­um, sem kall­ast Canones Nidros­ienses og fannst í London á 4. ára­tug síð­ustu ald­ar. Hann rit­aði písl­ar­sögu heil­ags Ól­afs kon­ungs (sjá mynd). Hann sendi Alex­and­er III. páfa 35 fyr­ir­spurn­ir, sem hann svar­aði með tólf bréfum.

Íslendingar mega vera þakk­lát­ir heil­ög­um Ey­steini, því að hann studdi heil­ag­an Þor­lák í öll­um um­bót­um hans, með ráð­um og bréf­um og fyr­ir­mæl­um til ís­lenzkra höfð­ingja, sem sum­ir voru synd­um vafð­ir út af fúl­lífi og yf­ir­gangi við heil­aga kirkju. Hann vígði Þor­lák sjálf­ur til bisk­ups 2. júlí 1178 og sagð­ist síð­ar eng­an bisk­up þann hafa vígt, er hon­um þótti jafn­gerla með sér hafa alla þá mann­kosti, er bisk­up­um er skylt að hafa, sem Páll post­uli seg­ir í pistli sín­um, þeim er hann sendi Tito [bisk­up sé last­var og lærð­ur vel, dramb­laus og drykkju­mað­ur lít­ill, örr og óágjarn, skýr og skap­góð­ur, góð­gjarn og gest­ris­inn, rétt­lát­ur og ráð­vand­ur, hrein­líf­ur og hag­ráð­ur, trygg­ur og trú­fast­ur, mild­ur og mál­djarf­ur, ást­sam­ur við al­þýðu en ávít­sam­ur við órækna]. “Má ek yðr svá nökk­ut segja helzt, hve vitr­lig­ir mér hafa virzt hans hætt­ir,” sagði erki­bisk­up, “at ek munda kjósa mitt lífs­dægr it efsta sem ek sé hans hvert.”

Sjá einnig um heilagan Ey­stein hjá Per Einar Odden (hér) og Santi e beati (hér) og hjá Ökumenisches Heiligenlexikon (hér).

--

Höfundur: Sigurður Ragnarsson. Endurbirt hér með leyfi höfundar 27.1.2026. 

Heilagir Tímóteus og Títus – hirðar sem tóku við kyndlinum - minning 26. janúar

Heilagir Tímóteus og Títus Umhverfis Pál postula stóð ekki aðeins fjöldi nafnlausra fylgjenda heldur menn sem urðu burðarstoðir hinnar ungu ...