Í dag 4. desember heiðar Kaþólska kirkjan heilagan Jóhannes af Damaskus. Hann var einn mesti guðfræðingur og rithöfundur síns tíma. Hann fæddist í Sýrlandi, þar sem fjölskylda hans, þótt kristin væri, gegndi embættum hjá kalífanum eftir innrás múslima. Jóhannes sjálfur var vel menntaður og naut leiðsagnar kristins munks á unga aldri. Hann lét þó veraldleg völd og auðæfi lönd og leið til að gerast munkur í klaustrinu Mar Saba nálægt Jerúsalem.
Jóhannes er þekktastur fyrir baráttu sína gegn myndbrjótum, sem vildu banna helgimyndir innan kirkjunnar. Í verkum sínum færði hann rök fyrir því að Guð hafi sjálfur tekið sér efnislegt form í Kristi og því mætti heiðra myndir sem leið til að dýpka tengsl við Guð. Hann skrifaði þrjár þekktar ritgerðir um þetta efni og varð með þeim mikilvægur málsvari helgimynda.
Jóhannes, sem einnig orti sálma, lést um árið 750, og rit hans lögðu grunninn að sigri kirkjunnar á myndbrjótum á Níkeuþinginu árið 787. Hann er heiðraður bæði í austri og vestri sem heilagur kennari kirkjunnar.
https://www.vaticannews.va/en/saints/12/04/st--john--damasceno--priest-and-doctor-of-the-church.html