29 október 2024

Meðlimir leikmannareglu Karmels gefa lokaloforð

Frá vinstri: Thomas, Jónas, Ragnar, Davíð biskup, Hildur og Ágúst

Laugardaginn 26. október síðastliðinn gáfu fjórir meðlimir Leikmannareglu Karmels lokaloforð sitt í hátíðlegri messu í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Þetta voru þau Ágúst Elvar Almy, Hildur Sigurbjörnsdóttir, Jónas Sen og Ragnar Geir Brynjólfsson. Davíð biskup Tencer leiddi athöfnina. Loforð til inngöngu í leikmannaregluna eru tvö, það fyrra var gefið 12. desember 2021.

Regludeildin hérlendis var formlega stofnuð 13. apríl 2019. Við stofnunina fengu umsækjendur reglubúning og helgiklæðið „brúna skapúlarið“ ásamt því að velja sér regluheiti. Hópurinn hafði þá hist reglulega um árabil undir leiðsögn systur Agnesar, Karmelnunnu í Hafnarfirði.

Heilagir Tímóteus og Títus – hirðar sem tóku við kyndlinum - minning 26. janúar

Heilagir Tímóteus og Títus Umhverfis Pál postula stóð ekki aðeins fjöldi nafnlausra fylgjenda heldur menn sem urðu burðarstoðir hinnar ungu ...