09 ágúst 2024
Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning
„Edith Stein var fædd í Breslau tólfta október árið 1891. Fjölsky[l]da hennar voru Gyðingar. Eftir að ástríðufullu námi hennar í heimspeki lauk, leitaði hún sannleikans og fann hann í sjálfsævisögu heilagrar Teresu frá Avila. Edith Stein snerist til kaþólskrar trúar og árið 1922 var hún skírð inn í kaþólsku Kirkjuna. Árið 1933 gekk hún í Karmelklaustrið í Köln þar sem hún tók sér nafnið Teresa Benedikta af Krossinum. Teresa Benedikta lét lífið í fangabúðunum í Auschwitz 9. ágúst árið 1942. Þetta gerðist á ofsóknartímum Nasista og Teresa dó sem píslarvottur fyrir kristna trú sína, ef[t]ir að hafa fórnað sér fyrir Ísraelsmenn.
08 ágúst 2024
Leikmannafélag hl. Þorláks stofnað
Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. |
Á Þorláksmessu 20. júlí síðastliðinn gaf Davíð biskup út bráðabirgðareglur um stofnun Leikmannafélags heilags Þorláks. Tilgangur félagsins er efling kristilegs lífs í þjóðfélaginu í samræmi við guðslög og lög kirkjunnar með hliðsjón af heilögu lífi og fordæmi heilags Þorláks Þórhallssonar (1133-1193), sjötta Skálholtsbiskups og verndardýrling Íslands.
„Ég hef þráð að eta þessa páskamáltíð með ykkur áður en ég líð“
Hugleiðing um guðspjall Pálmasunnudags (Lúk 22,14–23,56) Inngangur Þegar við stígum inn í frásögnina af þjáningu Drottins Jesú Krists, eins ...
Mest lesið
-
Hugleiðing um guðspjall Pálmasunnudags (Lúk 22,14–23,56) Inngangur Þegar við stígum inn í frásögnina af þjáningu Drottins Jesú Krists, eins ...
-
Sagan um konuna sem staðin var að hórdómi og færð fyrir Jesú (Jóh 7,53–8,11) hefur sérstaka stöðu í Biblíunni. Hún finnst aðeins í Jóhannesa...
-
Hátíð boðunar Drottins er ein af stóru hátíðunum í Kaþólsku kirkjunni og er haldin 25. mars ár hvert, níu mánuðum fyrir fæðingu Krists. Þess...
-
Heilagur Patrekur, verndardýrlingur Írlands, er einn þekktasti dýrlingur kristinnar trúar og hefur haft djúpstæð áhrif á menningu og trúarlí...
-
Hinn heilagi Kýril frá Jerúsalem (315–386) var einn af merkustu kennurum frumkirkjunnar og er réttilega talinn kirkjufræðari vegna djúprar g...