Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. |
Á Þorláksmessu 20. júlí síðastliðinn gaf Davíð biskup út bráðabirgðareglur um stofnun Leikmannafélags heilags Þorláks. Tilgangur félagsins er efling kristilegs lífs í þjóðfélaginu í samræmi við guðslög og lög kirkjunnar með hliðsjón af heilögu lífi og fordæmi heilags Þorláks Þórhallssonar (1133-1193), sjötta Skálholtsbiskups og verndardýrling Íslands.