Jean-Baptist Hubert Theunissen, erkibiskup og meðlimur í Montfortreglunni (SMM), lést á þessum degi, 9. apríl 1979. Hann var fæddur 27. desember 1905 í Helmond í Hollandi og vígður prestur 1. desember 1929. Hann var vígður biskup 25. mars 1950 sem nafnbiskup Giufi. Árið 1959 var hann skipaður erkibiskup í Blantyre í Malaví og gegndi því embætti til ársins 1967, þegar hann sagði af sér.
Eftir afsögn Jóhannesar Gunnarssonar SMM sem biskups árið 1967 var Theunissen skipaður postullegur stjórnandi Reykjavíkurbiskupsdæmis og gegndi því embætti þar til Hendrik (Hinrik) Hubertus Frehen tók við sem biskup Íslands árið 1968. Þá var Theunissen útnefndur nafnbiskup Skálholtsbiskupsdæmis hins forna, og bar það heiti til dauðadags. Hann tók virkan þátt í öllum fjórum lotum annars Vatíkanþings (1962–1965).
Nafnbiskupsstólar á borð við Giufi eða Skálholt hið forna eru eingöngu notaðir táknrænt — þetta eru heiðurstitlar fyrir biskupa sem gegna embættum utan hefðbundinna biskupsdæma, t.d. hjálparbiskupa, sendiherra Páfans (nuncía), eða eins og í tilviki Theunissens, áður en hann tók við raunverulegum erkibiskupsstól í Blantyre í Malaví (Giufi) og eftir að hann hætti sem postullegur stjórnandi á Íslandi (Skálholt hið forna). Kaþólskir biskupar á Íslandi eru Reykjavíkurbiskupar frá því það biskupsdæmi var stofnað árið 1968 og sá fyrsti til að gegna því embætti var Hinrik Frehen. Áður voru kaþólsku biskuparnir Marteinn Meulenberg og Jóhannes Gunnarsson nafnbiskupar hins forna biskupsdæmis Hóla með aðsetur í Reykjavík.
Heimildir: