08 apríl 2025

Aukið mansal í Afríku ýtir undir ólöglega fólksflutninga


„Mansal hefur aukist víða í Afríku, einkum meðal kvenna og barna,“ segir Francisco Júnior, blaðamaður frá Mósambík sem hefur vakið athygli á þessum alvarlega vanda. Slík orð minna á að kristin köllun felur í sér ábyrgð gagnvart þeim sem búa við fátækt og varnarleysi.

Í mörgum tilvikum eru það ekki ofbeldi eða hótanir sem færir fólk í hendur misindismanna – heldur vonin um betri framtíð. Glæpamenn lofa fjárhagslegum stöðugleika, atvinnu, menntun eða öryggi og nýta sér bága stöðu fólks sem þráir að bæta líf sitt og fjölskyldu sinnar. Margir samþykkja að fara í ferð sem lofar nýjum tækifærum – en lenda í aðstæðum sem enginn hefði valið, hefði sannleikurinn legið ljós fyrir.

Slíkar blekkingar veikja samfélög og rjúfa tengslanet einstaklinga. Eins og Francisco Júnior bendir á, þá eru fórnarlömbin oft konur og börn sem slitin eru úr stuðningsumhverfi sínu – frá fjölskyldu, trúfélagi og nærsamfélagi – sem gerir þau berskjölduð fyrir frekari misnotkun og jaðarsetningu. Þegar brotið er á einum, brestur heildin.

Í kristinni trú er litið á samfélag manna sem líkama Krists, þar sem hver og einn hefur gildi, hlutverk og stað. Ami eitthvað að einum, finnur allur líkaminn til. Þess vegna snýst kristin köllun ekki um að bjarga heiminum í einu vetfangi, heldur um trúfesti í smáu; hlýju augnaráði, biðjandi hjarta og öryggi.

Flóttafólk og fórnarlömb mansals koma ekki aðeins í leit að skjóli – heldur flytja þau með sér menningu, trú, von og reynslu sem geta orðið samfélögum til blessunar sé tekið á móti þeim af virðingu og mannúð.

Minningarmessa um Frans páfa í Dómkirkju Krists konungs

  Úr minningarmessunni. Davíð biskup fyrir miðju altari, séra Jakob til vinstri, séra Patrick til hægri     Reykjavík – 24. apríl 2025 Í Dóm...

Mest lesið