24 apríl 2025

Minningarmessa um Frans páfa í Dómkirkju Krists konungs

 

Úr minningarmessunni. Davíð biskup fyrir miðju altari, séra Jakob til vinstri, séra Patrick til hægri 

 
Reykjavík – 24. apríl 2025
Minningarmessa til heiðurs hinum nýlátna Frans páfa, sem lést þann 21. apríl að morgni annars í páskum, var haldin í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti þriðjudaginn 22. apríl kl. 18. Fjöldi trúaðra lagði leið sína í kirkjuna til að votta virðingu sína og minnast þessa þjóns Guðs sem helgaði líf sitt fátækum, friði og kærleika. Davíð Tencer Reykjavíkurbiskup leiddi messuna og predikaði. Í predikuninni minntist hann með hlýju og þakklæti þess tíma er íslenskir hópar pílagríma hittu páfann nú síðast í byrjun febrúar. Íslenski hópurinn var á meðal þeirra síðustu sem hittu páfann áður en hann var lagður inn á spítalann. Hann minnti á að Frans páfi endaði jafnan fundi sína á orðunum „Biðjið fyrir mér og ég mun biðja fyrir ykkur.“  Meðal þeirra sem sóttu mess­una voru Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra, Guðrún Karls Helgu­dótt­ir bisk­up Íslands, Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands og Björn Skúla­son eig­inmaður henn­ar. Einnig voru viðstaddir messuna meðlimir Mölturiddara, Leikmannareglu Karmels og Leikmannafélags heilags Þorláks. Kór og tónlistarfólk dómkirkjunnar leiddi söng og lék á hljóðfæri undir stjórn organistans Marton Wirth.

Heimildir:
Morgunblaðið: Margmenni í messu til minningar um Frans páfa. mbl.is, 23. apríl 2025: [https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/23/margmenni_i_messu_til_minningar_um_frans_pafa/]

Ljósmynd úr minningarmessunni: Rúnar Gerard Ragnarsson.

 

Minning hinna fyrstu píslarvotta kirkjunnar í Rómaborg - 30. júní

Hinir fyrstu píslarvottar kirkjunnar í Rómaborg. Mynd: ChatGPT Í dag, 30. júní, minnir kirkjan okkur á hina fyrstu píslarvotta kirkjunnar í ...