26 mars 2025

Hl. Castulus - minning 26. mars


Heilagur Castulus var einn af fyrstu nafntoguðu kristnu mönnunum sem veittu kirkjunni skjól á dögum ofsókna. Hann var hirðmaður Diocletianusar keisara Rómar, en var kristinn. 

Diocletianus keisari er þekktur fyrir að hafa fyrirskipað eina mestu ofsóknina gegn kristnum á 4. öld. Árið 303 e.Kr. gaf hann út fyrirmæli sem neyddu kristna til að afneita trú sinni og heiðra rómversk goð. Kristnir voru handteknir, pyntaðir og mörg voru drepin. Þetta var hluti stórfelldrar áætlunar um að útrýma kristni og endurreisa hina fornu rómverskru guði. Á þessum tíma varð kirkjan fyrir mikilli þrengingu og margir trúaðir urðu píslarvottar.

25 mars 2025

Boðun Drottins, stórhátíð 25. mars


Hátíð boðunar Drottins er ein af stóru hátíðunum í Kaþólsku kirkjunni og er haldin 25. mars ár hvert, níu mánuðum fyrir fæðingu Krists. Þessi hátíð minnir á þá stund þegar erkiengillinn Gabri­el birtist Maríu mey í borginni Nasaret og flutti henni þau tíðindi að hún myndi get­a son með atbeina Heilags Anda og að sonur hennar yrði kallaður Sonur Guðs.

Saga og bakgrunnur hátíðarinnar tengist mörgum frásögnum Gamla testamentisins þar sem Guð kemur til kvenna og tilkynnir þeim um fæðingu sonar með sérstakt hlutverk í hjálpræðissögunni. Við sjáum dæmi um þetta í sögum Söru, eiginkonu Abrahams, sem fæddi Ísak þrátt fyrir háan aldur (1Mós 18:9-15), Önnu, móður Samúels (1Sam 1:9-18), og móður Samsons (Dóm 13:2-5). Í öllum þessum tilfellum var boðuð fæðing sonar sem átti að gegna lykilhlutverki í áætlun Guðs. Þegar María heyrir orð erkiengilsins um að hún muni verða móðir frelsarans, rifjast þessar sögur sjálfsagt upp fyrir hana og styrkja hana í trúnni.

24 mars 2025

Hl. Oscar Romero erkibiskup - minning 24. mars

Heilagur Óskar Romero (1917–1980) var erkibiskup í San Salvador og er einn áhrifamesti dýrlingur samtímans. Hann var myrtur þann 24. mars 1980 fyrir trú sína og baráttu fyrir réttlæti, og var síðar viðurkenndur sem píslarvottur og tekinn í tölu heilagra af Frans páfa árið 2018. Líf hans og starf endurspegla hina kristnu köllun til að standa með hinum fátæku og kúguðu.

Óskar Romero ólst upp við kröpp kjör í El Salvador og ákvað ungur að helga líf sitt Guði. Hann var vígður til prests árið 1942 og síðar til biskups. Þegar hann varð erkibiskup í San Salvador árið 1977, vonuðust margir til að hann yrði rólegur leiðtogi, en hann umbreyttist í sterkan talsmann mannréttinda eftir að vinur hans, presturinn Rutilio Grande, var myrtur. Dauði vinarins vakti Romero til vitundar um óréttlætið í samfélaginu, og hann hóf að gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir mannréttindabrot gegn fátækum og saklausum. 

23 mars 2025

Guðspjall dagsins - Fíkjutréð og enn eitt ár Lk. 13,1-9


Guðspjall dagsins, Lúkas 13, 1-9, kallar okkur til íhugunar um iðrun og umbreytingu lífs okkar. Jesús segir dæmisögu um fíkjutré sem hefur ekki borið ávöxt í þrjú ár. Eigandi víngarðsins er tilbúinn að höggva tréð, en víngarðsmaðurinn biður um eitt ár í viðbót til að hlúa að því. Þessi mynd talar beint til hjartans og sýnir miskunn Guðs og þolinmæði.

21 mars 2025

Dr. Alferð J. Jolson biskup - minning


Í dag, 21. mars 2025, minnumst við Alfreðs James Jolson, S.J., sem lést þennan dag árið 1994, fyrir 31 ári síðan. Alfreð biskup, sem var af vestur-íslenskum ættum, fæddist 18. júní 1928 í Bridgeport, Connecticut, Bandaríkjunum. Hann gekk í Jesúítaregluna, og var vígður til prests 14. júní 1958.  Hann lauk meistaragráðu í viðskiptafræði frá Harvard-háskóla og doktorsprófi í hagfræði frá Gregoríanska háskólanum í Róm. Áður en hann tók við embætti biskups á Íslandi starfaði hann við kennslu í framhaldsskólum í Bandaríkjunum, Ítalíu, Ródesíu og Írak. 

Hl. Nikulás frá Flüeli - minning 21. mars


Heilagur Nikulás frá Flüeli (1417–1487) var svissneskur einsetumaður og dýrlingur sem á sér einstaka sögu. Hann var giftur maður og faðir tíu barna en fann sig kallaðan til einlífis og andlegrar íhugunar. Nikulás var virðulegur borgari í kantónunni Unterwalden og starfaði sem ráðgjafi og dómari. Hann var þekktur fyrir réttlæti og skynsemi og gegndi mikilvægu hlutverki í stjórnmálum síns tíma.  

Á fertugsaldri varð hann æ meir meðvitaður um innri köllun sína til algerrar helgunar. Með samþykki konu sinnar, Dorotheu, yfirgaf hann fjölskyldu sína og hóf líf í einveru. Í tuttugu ár lifði hann einangraður, sagður hafa nærst einvörðungu á heilagri kvöldmáltíð. Margir leituðu til hans eftir ráðum, bæði bændur og ráðamenn, og hann varð tákn friðar og sáttar.  

20 mars 2025

Heilagur Cuthbert og klaustrið í Lindisfarne

20. mars er minningardagur heilags Cuthberts, eins merkasta dýrlings Englands og Skotlands á 7. öld. Líf hans einkenndist af djúpri trú, auðmýkt, einveru og þjónustu við aðra. Hann er einnig mikilvægur í sögu landa við Norðursjó, því áhrif hans bárust langt út fyrir landamæri Englands. Cuthbert fæddist um árið 635 á Norður-Englandi, líklega af ensk-skoskum ættum. Sagnir herma að hann hafi sem drengur séð sýn þar sem sál heilags Aidans stofnanda klaustursins helga í Lindisfarne steig til himna. Þessi atburður varð til þess að hann gekk í klaustrið í Melrose og hóf líf sem munkur. Hann var einstaklega áhugasamur um trúboðsstarf og ferðaðist víða til að prédika fagnaðarerindið. Hann var síðar skipaður ábóti í Lindisfarne.

Hl. Castulus - minning 26. mars

Heilagur Castulus var einn af fyrstu nafntoguðu kristnu mönnunum sem veittu kirkjunni skjól á dögum ofsókna. Hann var hirðmaður Diocletianus...

Mest lesið