Dagar nóvembermánaðar eru margir hverjir helgir minningardagar sem tengjast Karmelreglunni á einn eða annan hátt.
kirkjunet.blogspot.com
08 nóvember 2024
Nokkrir merkisdagar Karmel í nóvember
Bæn heilagrar Elísabetar af Þrenningunni
Ó Guð minn, Þrenning sem ég dýrka, hjálpaðu mér að hverfa algjörlega inn í mig sjálfa og festa mig í Þér, kyrr og róleg, eins og sál mín væri þegar í eilífðinni. Leyfðu engu að trufla frið minn eða færa mig burt frá Þér, ó þú Óbreytanlegi, heldur gefðu að hvert augnablik sökkvi mér dýpra og dýpra inn í leyndardóm Þinn.
Róaðu sál mína, gerðu hana að himni Þínum, ástkærum dvalarstað Þínum, hvíldarstað Þínum. Megi ég aldrei skilja við Þig, heldur vera þar öll, fullvöknuð í trú minni, öll í dýrkun, fullkomlega gefin sköpunarverki Þínu.
29 október 2024
Meðlimir leikmannareglu Karmels gefa lokaloforð
09 ágúst 2024
Hl. Teresa Benedikta af Krossinum Karmelnunna og verndardýrlingur Evrópu Minning
08 ágúst 2024
Leikmannafélag hl. Þorláks stofnað
Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. |
Á Þorláksmessu 20. júlí síðastliðinn gaf Davíð biskup út bráðabirgðareglur um stofnun Leikmannafélags heilags Þorláks. Tilgangur félagsins er efling kristilegs lífs í þjóðfélaginu í samræmi við guðslög og lög kirkjunnar með hliðsjón af heilögu lífi og fordæmi heilags Þorláks Þórhallssonar (1133-1193), sjötta Skálholtsbiskups og verndardýrling Íslands.
16 júlí 2024
16. júlí Hl. Guðsmóðir frá Karmelfjalli
Heilög ritning rómar fegurð Karmelfjalls þar sem spámaðurinn Elía varði hreinleika trúar Ísraels á hinn lifanda Guð. Á 12. öld fóru einsetumenn að draga sig í hlé á fjallinu og settu síðar á stofn reglu sem fólst í djúpu íhugunarlífi undir vernd Maríu, alsællar Guðsmóður. Þar hóf Karmelítareglan formlega starf sitt. Á 14. öld yfirgaf reglan Landið Helga og skaut rótum á meginlandi Evrópu. Eftir að María mey birtist Karmelmunkinum Símoni Stock á Englandi 16. júlí árið 1251 var farið að minnast Maríu Guðsmóður frá Karmelfjalli með hátíðlegum hætti á þessum degi. Hátíðin öðlaðist sess sem aðalhátíð reglunnar við upphaf 17. aldar.
29 mars 2024
Föstudagurinn langi - samstöðudagur með einmana, syrgjendum og þjáðum
Þakkir: pexels.com |
Nokkrir merkisdagar Karmel í nóvember
Dagar nóvembermánaðar eru margir hverjir helgir minningardagar sem tengjast Karmelreglunni á einn eða annan hátt. 1. nóvember er Allra heil...
-
Frá vinstri: Thomas, Jónas, Ragnar, Davíð biskup, Hildur og Ágúst Laugardaginn 26. október síðastliðinn gáfu fjórir meðlimir Leikmannareglu...
-
Í forgrunni eru meðlimir leikmannareglunnar í hátíðabúningi sínum. Í efri röð er Davíð biskup ásamt tveim prestum. Á Þorláksmessu 20. júlí ...
-
Þrenning, sem ég dýrka Ó Guð minn, Þrenning sem ég dýrka, hjálpaðu mér að hverfa algjörlega inn í mig sjálfa og festa mig í Þér, kyrr og ról...