Dagar nóvembermánaðar eru margir hverjir helgir minningardagar sem tengjast Karmelreglunni á einn eða annan hátt.
08 nóvember 2024
Nokkrir merkisdagar Karmel í nóvember
1. nóvember er Allra heilagra messa.
2. nóvember er Allra sálna messa.
6. nóvember er minning bl. Jósefu Naval Girbes meyjar, sem bæði var þriðju reglu Karmelíti og tengdist einnig reglu hl. Vinsents af Pál.
7. nóvember er dánardagur Jóns Arasonar Hólabiskups en þá er einnig minning bl. Frans Palau y Quer prests.
8. nóvember er minning hl. Elísabetar af Þrenningunni Karmelnunnu. Hér er bæn hennar "Þrenning sem ég dýrka" auk tengla.
14. nóvember er Allra heilagra messa Karmelreglunnar.
15. nóvember er Allra sálna messa Karmelreglunnar.
20. nóvember er minning hl. Rafaels Kalinowski prests.
21. nóvember er Offurgerð sællar Maríu meyjar, minning. Þá er hátíð hjá Karmelsystrum af hinu Guðlega Hjarta Jesú.
Bæn heilagrar Elísabetar af Þrenningunni
Þrenning, sem ég dýrka
Ó Guð minn, Þrenning sem ég dýrka, hjálpaðu mér að hverfa algjörlega inn í mig sjálfa og festa mig í Þér, kyrr og róleg, eins og sál mín væri þegar í eilífðinni. Leyfðu engu að trufla frið minn eða færa mig burt frá Þér, ó þú Óbreytanlegi, heldur gefðu að hvert augnablik sökkvi mér dýpra og dýpra inn í leyndardóm Þinn.
Róaðu sál mína, gerðu hana að himni Þínum, ástkærum dvalarstað Þínum, hvíldarstað Þínum. Megi ég aldrei skilja við Þig, heldur vera þar öll, fullvöknuð í trú minni, öll í dýrkun, fullkomlega gefin sköpunarverki Þínu.
Heilagur Abbondio, biskup í Como - minning 15. apríl
Borgin Como, þar sem heilagur Abbondio þjónaði sem biskup, stendur við samnefnt vatn, Lago di Como, sem margir telja eitt fegursta stöðuvatn...
Mest lesið
-
Hugleiðing um guðspjall Pálmasunnudags (Lúk 22,14–23,56) Inngangur Þegar við stígum inn í frásögnina af þjáningu Drottins Jesú Krists, eins ...
-
„ Þegar við þjónum sannleikanum, þjónum við fólkinu. “ – Mouna Maroun Í umfjöllun Fréttaþjónustu Páfagarðs (Vatican News) í apríl kemur ...
-
Sagan um konuna sem staðin var að hórdómi og færð fyrir Jesú (Jóh 7,53–8,11) hefur sérstaka stöðu í Biblíunni. Hún finnst aðeins í Jóhannesa...
-
Hátíð boðunar Drottins er ein af stóru hátíðunum í Kaþólsku kirkjunni og er haldin 25. mars ár hvert, níu mánuðum fyrir fæðingu Krists. Þess...
-
Heilagur Patrekur, verndardýrlingur Írlands, er einn þekktasti dýrlingur kristinnar trúar og hefur haft djúpstæð áhrif á menningu og trúarlí...