07 maí 2025

Útvarpsþáttur um helga dóma á föstudaginn langa

Á föstudaginn langa síðastliðinn, 18. apríl 2025 var útvarpað þætti á Rás 1 um helga dóma. Í kynningartexta þáttarins stendur: „Helgir dómar eru gripir gerðir úr líkamsleifum heilagra manna eða öðrum hlutum sem hafa með einum eða öðrum hætti komist í snertingu við dýrlinga. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í helgihaldi og trúarsiðum kaþólikka....Í þessum þætti kynnir Anna Gyða Sigurgísladóttir sér safn helgra dóma á Íslandi.“

Viðmælendur Önnu Gyðu í þættinum eru Dagur Kári Gnarr, séra Jakob Rolland (fyrst 16.50 og svo aftur 35:15) og Margaret Cormack sem hefur rannsakað íslenska dýrlinga og heiðrun þeirra í mörg ár. (28:30) .

Tengill á þáttinn á vef RÚV er hér: https://www.ruv.is/utvarp/spila/helgir-domar/38025/bak9sh

Uppnumning Maríu meyjar til himna – 15. ágúst

Uppnumning Maríu meyjar til himna Hátíð uppnumningar hinnar heilögu Maríu meyjar til himna var þegar haldin hátíðleg 15. ágúst á 5. öld. Í a...