18 ágúst 2025

Séra Jósef J. Hacking - minning 18. ágúst

Séra Jósef J. Hacking - Ljósmyndin birtist upphaflega í Morgunblaðinu árið 1964 í minningargrein séra Páls Pálssonar um séra Jósef J. Hacking. Hún er hér endurbirt í menningarlegum og sögulegum tilgangi, til að heiðra minningu hans.
 

Í dag, 18. ágúst, minnumst við séra Jósefs J. Hacking sem lést á þessum degi árið 1964, aðeins 44 ára að aldri. Hann var einn kunnasti og mætasti prestur Rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og þjónaði hér í rúm 18 ár. Starf hans var fjölbreytt og áhrifaríkt, bæði sem prestur og einnig sem skólastjóri Landakotsskólans þar sem hann naut virðingar og vinsælda.

Séra Páll Pálsson (d. 2010) síðast prestur á Bergþórshvoli en sem gekk síðar í Kaþólsku kirkjuna ritaði um hann minningarorð í Morgunblaðið sem birtust 23. ágúst árið 1964 skömmu eftir andlát séra Jósefs, þar sem hann dregur upp mynd af manni sem átti einstakt lag á að tengjast fólki, bæði sem prestur og vinur.

 

Séra Páll skrifar meðal annars: 

„Séra Jósef J. Hacking kom oft fram sem fulltrúi kirkju sinnar við ýmis opinber tækifæri í Reykjavík og róma allir, sem til sáu, framkomu hans og framgöngu á slíkum stundum. Gleði, hispurleysi og gamansemi var svo ríkt í fari hans, að jafnt innlendir sem útlendir hrifust af hinum glæsilega presti og gilti þá einu, hvort þeir, sem viðstaddir voru, gátu talizt „háttsettir eða lágtsettir“ í þjóðfélaginu. Í einkaviðræðum var séra Hacking hjartahýr einlægur og skilningsríkur. Leituðu því margir til hans í einkaerindum bæði kaþólskir og lútherskir. Var hann ætíð boðinn og búinn til að greiða úr vandkvæðum og það á þann sjaldgæfa hátt, að á málum var haldið af festu og öryggi.“

Minningargrein séra Páls má finna í heild sinni á timarit.is nánar tiltekið á vefslóðinni: https://timarit.is/page/1360044#page/n5/mode/2up

Séra Jósef J. Hacking - minning 18. ágúst

Séra Jósef J. Hacking - Ljósmyndin birtist upphaflega í Morgunblaðinu árið 1964 í minningargrein séra Páls Pálssonar um séra Jósef J. Hackin...