![]() |
| Heilagur Silvester I páfi vígir biskup |
Silvestrimessa markar lok ársins og leiðir hugann að einu mestu umbreytingarskeiði í sögu kirkjunnar. Heilagur Silverster I var fyrsti páfi Rómar sem gegndi embætti sínu alfarið eftir að kristni hafði öðlast löglegt frelsi með Mílanótilskipuninni. Á hans dögum gekk kirkjan út úr skugga ofsókna inn í dagsljós opinberrar trúariðkunar. Þetta var tími endurreisnar, gleði og nýrrar ábyrgðar.
Æviágrip
Samkvæmt Liber Pontificalis, safni stuttra æviágripa páfa frá fyrstu öldum kirkjunnar var Silverster sonur Rómverja að nafni Rufinus. Hann var kjörinn páfi árið 314, skömmu eftir lát forvera síns, Miltíadesar. Páfatíð hans féll saman við stjórnartíð Konstantínusar mikla, keisara sem studdi kirkjuna og skapaði henni nýtt rými í hinu rómverska samfélagi.




















