![]() |
Hl. Jóhann María Vianney verndardýrlingur sóknarpresta. Mynd: ChatGPT |
„Ef við skildum í raun hver presturinn er á jörðu, myndum við deyja – ekki af ótta, heldur af elsku.“ Þessi orð eru eignuð hinum heilaga Jóhannesi Maríu Vianney, presti og dýrlingi sem í dag, 4. ágúst, er minnst í kaþólsku kirkjunni um allan heim. Hann var óvenjulegur maður: einfaldur, en andlega djúpur, hreinn og staðfastur í kærleika.
Hl. Jóhannes María fæddist í Dardilly nálægt Lyon árið 1786, á umbrotatímum byltingarinnar í Frakklandi. Hann ólst upp við djúpa trú í skugga ofsókna og sótti sína fyrstu skriftir og altarisgöngu í leynilegri messu. Þegar hann varð 17 ára fann hann köllun til prestsembættis. Námið sóttist þó seint, sérstaklega vegna erfiðleika hans með latínu, og fékk hann ekki inngöngu í prestaskólann í Lyon. En guðsótti og hreinar dyggðir unnu honum hylli eldri prests, sem tók hann í einkakennslu og lagði honum lið til vígslu.