03 júlí 2025

Hátíð hl. Tómasar postula - 3. júlí

„Drottinn minn og Guð minn!“ Mynd: ChatGPT

Hinn 3. júlí minnist kirkjan heilags Tómasar postula. Hann er stundum kallaður „efasemdar-Tómas“, en saga hans og arfleifð sýnir dýpri mynd. Samkvæmt gömlum kristnum heimildum fór Tómas austur á bóginn eftir upprisu Krists og endaði að líkindum líf sitt sem píslarvottur á Indlandi. Í Suður-Indlandi, einkum í ríkjunum Kerala og Tamil Nadu, eru kristin samfélög sem rekja trú sína aftur til Tómasar. Þessar „Tómasarkristnu“ kirkjur, eins og Syro-Malabar kirkjan, hafa varðveitt forna helgisiði og kristna arfleifð sem er í fullri einingu við Rómversk-kaþólsku kirkjuna.

Þó saga kirkjunnar á Indlandi sé flókin og greinar hennar margar, bera allar vott um djúp áhrif heilags Tómasar. Þar má sjá að efasemdir hans í upphafi urðu að djúpri trú, og trú hans varð að kraftmiklu boðunarstarfi.

02 júlí 2025

Þingmaríumessa – forna hátíðin sem lifði í almanakinu

Þingmaríumessa. Mynd: ChatGPT

Þingmaríumessa eða Þingmáríumessa var lengi skráð 2. júlí í almanaki Háskóla Íslands. Þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna líklega enn eftir nafni dagsins, þar sem það var tilgreint ásamt öðrum gömlum kirkjulegum hátíðum. Þótt messuhald á þessum degi hefði fallið niður fyrir löngu, lifði nafnið áfram sem minning um forna Maríuhátíð, sem hafði bæði trúarlega og menningarlega merkingu í íslenskri sögu.

Dagurinn var helgaður Vitjun Maríu meyjar, þegar hún heimsótti frænku sína Elísabetu og bar með sér Krist í móðurlífi sínu. Í guðspjalli Lúkasar, Lk. 1,39-56 segir að barn Elísabetu – sem síðar varð Jóhannes skírari – hafi tekið viðbragð í móðurkviði hennar. Hún fylltist Heilögum Anda og mælti fram blessunarorðin: 'Blessuð sért þú meðal kvenna og blessaður ávöxtur lífs þíns'  og María söng lofsögninn Magnificat, sem kirkjan hefur tekið upp sem kvöldbæn allt til þessa dags.

Hátíð hl. Tómasar postula - 3. júlí

„Drottinn minn og Guð minn!“ Mynd: ChatGPT Hinn 3. júlí minnist kirkjan heilags Tómasar postula. Hann er stundum kallaður „efasemdar-Tómas“,...