![]() |
Heilög Therese af Jesúbarninu og Hinu heilaga andliti |
1. október er minning heilagrar Therese af Jesúbarninu, kenndri við Lisieux í Frakklandi, meyjar, kirkjufræðara og verndardýlings trúboða. Hún er ein af vinsælustu dýrlingum Kaþólsku kirkjunnar, ekki vegna þess að hún hafi ferðast langt eða unnið stórbrotin verk, heldur af því að hún benti á leið sem er öllum fær: litlu leiðina í kærleikanum.
Æviágrip
Therese Françoise Marie Martin fæddist 2. janúar 1873 í Alençon í Frakklandi. Hún var yngst átta barna, en missti móður sína aðeins fjögurra ára gömul. Faðir hennar sýndi henni mikla ástúð og kallaði hana „litlu drottningu Frakklands og Navarra“. Þegar systur hennar gengu hver af annarri í klaustur, fylltist hún sjálf ákafri löngun til að helga líf sitt Guði.